Örvitinn

Af hverju kalla ég biskup fífl? (rökstuðningur fyrir Jón)

Jón kallar í þessum þræði hjá Evu eftir rökstuðningi á skítkasti mínu í garð Biskups og Séra Bolla Péturs Bollasonar sem finna má á þessum vef. Mér þætti reyndar ágætt ef Jón rökræddi efni þessarar vefsíðu hér en ekki á öðrum síðum.

Biskup Íslands, Séra Karl Sigurbjörnsson er fáviti vegna þess að hann elur á fordómum gegn trúlausum. (punktur)

Ég áskil mér þann rétt að kalla þá menn sem ala á fordómum gegn mér á opinberum vettvangi fávita og því kalla ég Biskup því nafni. Og fífl.

Ýmsir trúmenn reyna að verja Biskup með því að hann sé alls ekki að tala um trúleysi heldur eitthvað allt annað. Sú vörn er bara bull, biskup er að tala um trúleysi og það kemur ítrekað fram í málflutningi hans.

Jón vill líka að ég rökstyðji það að kalla Séra Bolla Pétur Bollason fífl. Ég hefði talið að skrif mín um leikskólaprestinn, þegar þau eru lesin í samhengi (hver færsla vísar á eldri færslu og því er hægur leikur að rekja sig aftur á bak til upphafs) dugi sem rökstuðningur fyrir þeirri fullyrðingu minni. Ég nenni einfaldlega ekki að tyggja matinn ofan í Jón í þetta skiptið.

Ég heldvona ég þurfi ekki að setja "smátt letur" við hverja færslu í þessari dagbók til að taka fram að allt sem hér kemur fram er mín skoðun og ekkert annað. Þannig virka blogg einfaldlega.

kristni