Macro með öfugri linsu
Prófaði að taka macro myndir með tveim linsum áðan. Setti 18-70 linsuna á vélina og hélt 50mm linsunni öfugri fyrir framan. Það er hægt að fá millistykki til að skrúfa linsuna öfuga á, en ég hélt henni bara. Tók sárafáar myndir, var bara að sjá hvort þetta virkaði ... og þetta virkar.
18-70 linsan var í 70mm, f11 og manual fókus á endalaust (spurning um að segja að hún hafi fókusað "út í buskann"). 50mm linsan var í f1.8 og manual fókus á endalaust líka. Notaði flassið og spot metering.
Tók þessa mynd af auganu á Kollu. Maður þarf að fara rosalega nálægt til að ná fókus og því var ég ekki að pirra hana með því að taka margar myndir. Klippti aðeins af hliðunum.
Þessa tók ég af takka á lyklaborðinu á ferðavélinni, hún er óklippt - bara minnkuð.
Væri gaman að eignast einhverntíman góða macro linsu.
Matti Á. - 19/01/05 18:14 #
Ég er óskaplega illa að mér í þessu.
Er diopter það sama og "close up lens attachment"? Og er þetta betra/ódýrara en extension tubes?
Tyrkinn - 24/01/05 16:42 #
Tyrkinn keypti sér Kenko extension tubes (12mm, 25mm og 36mm) í þessar macro myndir. Færð ekki svona hraustlegt vignetting á myndirnar og þarft ekki að halda linsunni fyrir framan. Færð samt mjög lítið dof á myndirnar eins og með þessu og því getur verið trikkí að fókusa og yfirleitt nauðsynlegt að nota lítið ljósop.
Matti Á. - 25/01/05 11:20 #
Helvíti flottar myndir, sérstaklega finnst mér þessi síðasta flott.
Er þetta með 50mm linsunni og extension tubes ?