Örvitinn

Séra Þórhallur og fordómarnir

Þórhallur Heimisson
Þórhallur í trúðabúning

Ég skrifaði athugasemdir á trú.is en þar sem séra Þórhallur kýs oft að hætta að hleypa athugasemdum viðmælenda sinna í loftið þannig að það líti út fyrir að hann hafi átt síðasta orðið* set ég þá síðustu hér líka.

Þórhallur leggur áherslu á að ég sé svo fordómafullur að hann þurfi ekki að svara athugasemdum mínum, jafnvel ekki einfaldri spurningu þar sem ég spyr hann hvaða grein í Fréttablaðinu hann sé að vísa í (ég er farinn að halda að hann sé einfaldlega að ljúga um greinina). Þórhallur kallaði mig t.d. fordómapúka í athugasemd á þessu bloggi þar sem hann virtist ekki gera sér grein fyrir að þetta er bloggsíðan mín.

Þar sem hann fjallar um skrif mín á Vantrú í athugasemd á trú.is þykir mér óskaplega lélegt að ég fái ekki að svara.

Síðasta athugasemd mín sem "hefur verið send ritstjóra til yfirferðar"$ er svona:

Auk þess er það einfaldlega rógur hjá prestinum að halda því fram að um "ógrundaða dóma" sé að ræða þegar ég kalla kristni og önnur hindurvitni kukl, kjaftæði eða minnist á kjánaskap.

Hvað vill presturinn segja um smáskammtalækningar, Lifewave plástra, DNA heilun eða kraftaverkahyski? Má ekki segja að þetta sé bæði "kukl" og "kjaftæði"?

Eftir stendur að kristin trú er hindurvitni. Það er ekkert flóknara en það.

Í nútímamáli er nafnorðið hindurvitni jafnan hvorugkyns og oftast haft í fleirtölu. Langalgengasta merking þess er ‘fánýt eða heimskuleg hjátrú, bábylja’ eins og fram kemur í eftirfarandi dæmum: #

Fordómarnir eru séra Þórhalls sem telur sig geta útilokað alla gagnrýni á þeim forsendum að gagnrýnendur séu óhreint fólk. Hans hugmynd um umræður er að segja fólki að hlusta ekki á aðra.

ps. Nei, ég er ekki að leggja manninn í einelti.

*Ég veit t.d. að Hjalti skrifaði athugasemd í þessari umræðu sem Þórhallur ritskoðaði þannig að svo virðist sem Hjalti hafi ekki svarað honum. Eftir þetta hætti hann einfaldlega að birta athugasemdir frá Hjalta og mér á bloggsíðu sinni. Ég reyndi m.a. að setja inn vísun á bloggfærslu mína í athugasemd hér en Þórhallur birti hana ekki.

$ Ritstjóri trú.is er væntanlega séra Árni Svanur Daníelsson.

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 09/06/09 14:10 #

Við sömu grein á trú.is kemst þessi fordómafulla og dónalega athugasemd frá mér ekki í gegn:

Hjalti Rúnar Ómarsson skrifar: Athugasemdin hefur verið send ritstjóra til yfirferðar. 29. 5. 2009 kl. 14.32

Þórhallur, hvaða grein í Fréttablaðinu ertu að tala um?

Matti - 15/06/09 15:45 #

Viti menn, Þórhallur svarar spurningunni (en birtir enn ekki athugasemdir):

Grein sú sem var kveikjan að þessum pistli birtist sem sagt í Fréttablaðinu í maí og var eftir Guðmund Guðmundsson. Pistillinn er þó á engan hátt svar við þeim skrifum - heldur viðbrögð við þeim fordómum sem margar aðrir slíkir greinar setja á oddinn.

Grein Guðmundar er hægt að lesa á Vantrú.

Teitur Atlason - 15/06/09 17:33 #

ÞÓRHALLUR ER AÐ LJÚGA UM ÞESSA GREIN!!

Þessi grein sem hann vitnar í hefur aldrei verið skrifuð.

Þórhallur er að brjóta boðorð guðsins síns til þess að á hugleiðingar hans hljómi sennilegar.

Ég hef fylgst vel með trúmálaumræðu á Íslandi um langt skeið og fullyrði að þessi grein sem Þórhallur vísar til er ekki til. Hefur aldrei verið skrifuð .....

...þótt hún eigi sjálfsagt brýnt erindi til lesenda Fréttablaðsins. :)

Matti - 15/06/09 17:49 #

Auðvitað lýgur Þórhallur, hann er atvinnulygari.

Ég var á siglingu í aftakaveðri með Herjólfi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur hér um daginn, þegar ég rakst á enn eina greinina í Fréttablaðinu þar sem sótt var harkalega að Þjóðkirkjunni. „Ríkiskirkjunni“ eins og hún þar var kölluð, „hugsjónalausu kirkjunni“, „embættismannakirkjunni“ og „peningakirkjunni“. Slíkar greinar eru nokkuð algengar

Grein Guðmundar fellur í flokk greina þar sem sótt er að ríkiskirkjunni, það er rétt. En hvar er talað um "hugsjónalausu kirkjuna", "embættismannakirkjuna" og "peningakirkjuna"? Þórhallur notar gæsalappir eins og hann sé að vitna í einhvern texta. Hvaða texta?