Örvitinn

Mannréttindi, meirihluti og séra Þórhallur

Munum, að um er að ræða spurningu um mannréttindi. Fara mannréttindi eftir fjölda? Er allt í lagi að brjóta mannréttindi á einum? Eða tíu? Eða tuttugu? Hvenær eru komnir nægilega margir til að við segjum "hey, nú verðum við að taka þá með og hætta að brjóta réttindi þeirra"? #

Skrifar séra Þórhallur Heimisson í athugasemd á bloggi sínu þar sem rætt er um hjónabönd samkynhneigðra. Séra Þórhallur er einn þeirra "frjálslyndu" presta sem styðja ein hjúskaparlög. Ég tek undir með Þórhalli, bæði hvað varðar hjúskaparlög og mannréttindi.

En hinkrum við, er séra Þórhallur Heimisson virkilega á þessari skoðun eða notar hann rökin bara þegar honum hentar?

Þegar rætt er um að trúboð eigi ekki heima í skólum segir sami maður nefnilega um slíkar hugmyndir:

Slík kúgun fámenns minnihluta, ef af yrði, væri brot á réttindum allra hinna mörgu sem áfram vilja farsælt samstarf skóla og kirkju í landinu eins og verið hefur allt frá upphafi skólahalds hér á landi.

Þá er fámenni minnihlutinn að kúga meirihlutann! Þá skipta skoðanir og mannréttindi þess hóps engu máli því hann er svo fámennur. "Farsælt samstarf skóla og kirkju í landinu" skal vera eins og það er - sama hvað einhverjum "minnihlutum" finnst um málið. Ef flest börn eru skírð, þá er í lagi að boða kristni í leik- og grunnskólum.

Séra Þórhallur Heimisson er fyrst og fremst falskur. Varist að taka mark á honum

kristni
Athugasemdir

Teitur Atlason - 05/05/10 17:52 #

Þetta er alveg kostulegt. Þetta er skólabókardæmi um mótsögn. Nú er orðið mótsögn svolítið þvælt en mótsögn þýðir t.s að segjast vera sammála einhverju tilteknu, OG að vera ósammála þessu tiltekna.

Frábært að þú skyldir fatta þetta.

En auðvitað mun Þórhallur gera afsakað þessa mótsögn sina með vísun í "ljós krists"...

Sigurður Ragnarsson - 05/05/10 19:51 #

Setjum svo, að þetta sé rétt: Tvær skoðanir séra Þórhalls stangist á og þess vegna sé hann falskur. Eru þá allir falskir, ef þeir reynast ósamkvæmir sjálfum sér? Ég þekki engan, sem hefur ekki lent í því. Eru kannski allir menn falskir? Hvað gagn væri þá af orðinu falskur? Nánar tiltekið, gagn fyrir blogg á þolanlega háu plani.

Matti - 05/05/10 19:57 #

Nei, það er fleira sem veldur því að ég held því fram að séra Þórhallur sé falskur. T.d. laug hann því á sínum tíma að hann myndi mæta mér aftur í útvarpi. Þegar kom að því að mæta laug hann því að við í Vantrú hefðum verið að tala illa um hann - sem var rangt.

Svo er hann ákaflega rætinn þegar hann skrifar um okkur. Aðrar eins dylgjur hafa aldrei verið skrifaðar um trúmenn á þessa síðu.

Auk þess ritskoðar hann mig á blogginu sínu og lýgur um ástæðu þess - ég hafði ekkert unnið mér til sakar.

Fleira gæti ég talið til, en þetta var bara eitt atriði í viðbót. Maðurinn er falskur.

Jóhann - 05/05/10 20:05 #

Það er klárlega angi af mannréttindabaráttu að hér gildi ein hjúskaparlög og enn fremur að kirkjan brjóti odd af oflæti sínu og "gifti" samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða. Pistlahöfundur lýsir ánægju með þessa skoðun Þórhalls. Afhverju þá að reyna að gera lítið úr henni og þessari baráttu þeirra sem vilja sá þetta ganga í gegn? Að banna kristnifræðiskólum er eitthvað sem ég get vel tengt mig við og verið sammála en það er ekki mannréttindabrot á neinum að það sé kennt valkvæmt n.b. kristnifræði í skólum. Þetta eru því varla sambærileg dæmi. Þórhallur vill því annars vegar að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og gagnkynhneigðir og hins vegar er hann á því að kristnifræði eigi vel heima í skólum. Tvær skoðanir á tveimur mjög svo mis merkilegum málum sem ég get ekki séð að stangist stórkostlega á við hvor aðra

Valgarður Guðjónsson - 05/05/10 20:20 #

Já, þetta er óneitanlega nokkuð sláandi, ég hef stundum rökrætt við Þórhall, og þó við séum oftast verulega ósammála, þá hef ég alltaf haldið að hann væri sjálfum sér samkvæmur.

Óli Gneisti - 05/05/10 21:09 #

Jóhann: Af hverju kynnirðu þér ekki málin áður en þú tjáir þig? Baráttan snýst um trúboð í skólum ekki kristinfræði. Trúfrelsi er mannréttindi.

Matti - 05/05/10 22:09 #

Ég tek undir með Óla Gneista. Jóhann, þú verður að kynna þér málin örlítið áður en þú tjáir þig. Þú hefðir t.d. getað lesið það sem ég vísa á í bloggfærslunni og athugasemd minni. Það hefur ekki verið tala um að banna kristnifræði í skólum (sem ég geri ráð fyrir að þú hafir ætlað að skrifa). Umræðan snýst einungis um trúboð í skólum.