Örvitinn

Ísak Harðarson í stuði

Ísak Harðarson fór snemma á fætur og rambaði inn á bloggið mitt þegar hann var að googla Jakobínu Ólafsdóttur. Sennilega var þetta í fyrsta skipti sem hann heimsækir síðuna. Hann fékk smá þörf til að tjá sig og þar sem athugasemdir hans sjást ekki allar á yfirlitinu á forsíðu tók ég saman vísanir.

Fyrsta athugasemdin er skrifuð klukkan hálf sjö í morgun, sú síðasta klukkan hálf níu.

Ísak sendi mér svo vinarbeiðni á Facebook. Ég verð að hryggja hann og hafna þeirri ósk.

Ýmislegt
Athugasemdir

Erlendur - 18/07/10 15:46 #

Ertu viss að hann heiti Ísak en ekki Isak :Þ

Matti - 18/07/10 17:50 #

Jamm, a.m.k. á Facebook :-)

Ég skil ekki hvað varð um stóra íið hjá honum, svo er ein athugasemd hans ekki með íslenskum stöfum ólíkt öllum hinum. Afar dularfullt :-P

Kristján Atli - 18/07/10 21:50 #

Ísak hefur með þessum ummælum óvart rambað á lausn einnar mestu ráðgátu alheimsins.

Ég er að sjálfsögðu að tala um svarið við spurningunni Hvernig Hægt Er Að Láta Matta Tileinka Sér Heila Færslu. Svarið er hér komið, bara láta nógu mikið af röklausum ummælum flakka á nógu skömmum tíma, og við nógu margar færslur.

Sjáumst í fyrramálið, Matti. Ég hlakka til að lesa færsluna mína um Pokémon-ummælahríðina mína. ;)