Örvitinn

Frelsiđ í ađ skrifa fyrir nćstum engann!

Ég ćtla ađ reyna ađ skrifa meira á ţessu síđu en á hina svokölluđu samfélagsmiđla sem eru drasl! Tvćr bloggfćrslur í gćr, ein komin í dag. Ţađ er eitthvađ.

Eitt af ţví sem ég hef gert er ađ skrifa fćrslur hér og deila ţeim svo á samfélagsmiđlum en ég held ég sleppi ţví, a.m.k. í bili.

Ţađ rambar enginn hingađ inn, sárafáir eru međ síđuna í rss-lesara. Ég er ţví nćstum ađ skrifa bara fyrir sjálfan mig. Nenni ekki einu sinni ađ fylgjast međ umferđinni, sem ég held ađ sé ţroskamerki. Ef einhver slysast inn og hefur áhuga má fólk auđvitađ deila.

Sjáum hvađ setur.

Styttri vinnuvika, meira stress?

Fjörutungl
Til hvers ađ hanga í vinnunni?
Ég er fylgjandi styttingu vinnuviku en skrifa ţađ úr forréttindastöđu sem sérfrćđingur međ sveigjanlegan vinnutíma (og stađ).

Ţađ má ekki gleyma ađ styttri og "ţéttari" vinnudagur hentar sumum illa, eykur áreiti og stress og ţýđir jafnvel minni sveigjanleiki varđandi viđveru.

Stundum er gott ađ geta tekiđ tíma í verkin, gaufast ađeins, spjallađ

"Gott" dćmi um ţetta eru hugmyndir um ađ fólk fórni kaffitímum fyrir styttri vinnudag.

Styttri vinnudagur/vinnuvika er jákvćtt. Aukiđ tempó, meira stress, sömu afköst á styttri tíma, getur veriđ neikvćtt.

Upphaflega skrifađ á twitter

Lykilstarfsmenn

harpa.jpg
Harpa, ţar sem tćknigeirinn hittist stundum!
Ef mađur fćri á tćkniráđstefnu eins og hjá Advania vćri eđlilegt ađ halda ađ tćknigeirinn á Íslandi (og víđar) sé 90% stjórnendur, skrifstofu-, markađs-, sölufólk og ráđgjafar (á ţeim sviđum).

10% tćknifólk.

Fyrri hóparnir eru í ţessum kređsum kallađir "lykilstarfsmenn".

Fylgir óörugg rafmagnskló međ Chromecast frá Elkó?

chromecast rafmagns millistykki
Breska klóin er í pakkanum, millistykki var límt utan á hann.
Keypti Google Chromecast1 í Elkó í dag (7195kr) og er búinn ađ tengja. Ég tengi Chromecast viđ USB tengi í sjónvarpinu og ţarf ţví ekki ađ tengja viđ rafmagn en í pakkanum fylgir bresk kló. Elkó augljóslega ađ selja Chromecast sem átti ađ fara á markađ í Bretlandi. Ţar sem klóin virkar ekki hér er búiđ ađ líma millistykki utan á pakkana.

Ég var nú ekker ađ spá sérstaklega í ţessa hluti fyrst ég nota ţá ekki, en fyrir rćlni sá ég ađ á millistykkinu stendur "TEMPORARY USE ONLY" sem ég skil ţannig ađ ţetta sé ekki hugsađ fyrir langtíma notkun.

Google Chromecast er einmitt tćki sem fólk setur í samband og skilur eftir í gangi. Akkúrat öfugt viđ "TEMPORARY USE". Ég velti ţví fyrir mér hvort ţetta sé ekki frekar vafsamt hjá Elkó. Finnst ţađ líta ţannig út.

1 Hér hefđi ég vísađ á Chromecast síđu Google ef ţađ fyrirtćki vćri búiđ ađ uppgötva Ísland! Á síđunni fćr mađur bara upplýsingar um ađ ţetta sé ekki í bođi hér! Ég keypti ekki Ultra útgáfuna ţar sem ég er ekki međ 4k sjónvarp.

Stúlkan sem starir á afturendann

Stytta viđ sjóinn
Stytta í Torrevieja virđist glápa á afturendann á manni sem dundar sér í flćđarmálinu. Mér fannst ţetta óviđeigandi hjá styttunni en hún virti mig ekki viđlits ţegar ég reyndi ađ gera athugasemd viđ ţessa hegđun.

Sólarupprás á Spáni

Ţann 1. júlí vaknađi ég afskaplega snemma og rölti upp á ţaksvalir íbúđarinnar sem viđ dvöldum í á Spáni og tók myndir af sólarupprás. Notađi púđa undir myndavélina enda ekki međ ţrífót og smellti af myndum.

myndavél á púđa
Notađi púđann undir D810 myndavélina, prófađi svo nokkrar stađsetningar á svölunum. Ţessi mynd tekin međ nýja símanum

Meira...

Gult

Sólin skein svo skćrt og hitamollan var ţađ mikil í gćr ađ ég tók mynd af blómi í garđinum mínum! Ég hef veriđ međ óráđi.

Svo er myndin ekki einu sinni öll í fókus!

Kolla stúdent

Kolla útskrifađist frá Kvennaskólanum í gćr. Hún stóđ sig frábćrlega og stefnir á nám í verkfrćđi viđ Háskóla Íslands nćsta haust. Fyrst er ţađ útskriftarferđ til Mexíkó.

Óskaplega ţroskast ţessi börn og vaxa!

Kolla nýstúdent
Tókum portrett í kvöld, ég klikkađi á ţví í gćr!

Eldri fćrslur