Útsýni af Úlfarsfelli
Sósíalistar (Sósíalistaflokkurinn) vilja ekki ríkisvæða atvinnulífið, segir GSE á sósíalistaspjallinu á Facebook; "Sósíalistar vilja lýðræðisvæða atvinnulífið með samvinnufyrirtækjum og öðrum rekstri í eigu launafólksins."
Sem er fínt að mínu mati ef við erum að tala um stök fyrirtæki, jafnvel mörg fyrirtæki. Fyrirtæki í eigu launafólks (n.b. ekki í eigu lífeyrissjóða sem eru í eigu launafólks, GSE hatar þá) eru flott og samvinnufélög geta verið flott, þó Sambandið eigi sínar dökku hliðar. Ég vil meira af þessu!
Umræðan í samfélaginu er stundum merkileg, tvö lið - með og á móti. Þitt fólk og andstæðingarnir.
Hvernig hefði umræðan verið ef Bjarni Ben hefði farið með vinum sínum í sumarbústað í eigu Seðlabankans og upp hefði komið veiðiþjófnaður sem tengist vinunum hugsanlega en Bjarni Ben hefði sagt að hann hefði ekkert með þetta að gera? Hann hefði ekki komið nálægt því að leggja netið.
Væru þá ekki rosa læti hjá Stundinni en þögn eða vörn í Fréttablaðinu? Fjöldi fólks að krefjast afsagnar.
Með smá ráðdeild er hægt að kaupa sér fínt hús!
Margir verða ansi önugir útaf umræðum um sparnað og ráðdeild.
Merkilegt nokk, er það yfirleitt ekki fólk sem sjálft er í þeirri stöðu að geta alls ekki sparað eða hefur aldrei leyft sér neitt, þó það vísi alltaf til þeirra.
M.ö.o. það er æskilegt og jákvætt að spara og leggja fyrir þó margir séu ekki í þeirri (forréttinda) stöðu að geta það.
Þórður Einarsson afi minn varð níræður á dögunum. Sökum ástandsins var að sjálfsögðu ekki hægt að halda veislu. Ættingjar sendu kökur og snyttur handa afa og sambýlisfólki hans á Hrafnistur í Hafnafirði.
Við mættum svo um kvöldið og sungum fyrir hann þar sem hann stóð á svölunum á þriðju hæð, veifaði og tók undir.
Hann er ansi hress karlinn þó sjón og heyrn séu farin að gefa sig.
Afmælisgestir stóðu fyrir neðan, allir með grímu og í nokkrum minni hópum, og sungu afmælissönginn og Kerlingafjöll.
Hestur í Borgarfirði
Þarsíðustu helgi, þegar við hjónin fórum í göngutúr og ég týndi símanum, hittum við þennan félaga (og annan til reyndar) sem mætti til okkar og bjóst við athygli eða snarli, ég veit það ekki alveg. Verst það var komin bleyta á linsuna.
Jújú, fáránlega ýkt vinnsla en ég er að fikra mig áfram í með Dxo Photolab og GIMP. Í óbreyttri hráskránni er hesturinn eiginlega bara skuggi.
Brá dálítið þegar ég gekk inn í Blóðbankann, með grímu sem ég setti á mig í tröppunum, því blóðgjafar sem ég mætti voru allir (fjórir) grímulausir. Sá sem mætti næstur á eftir mér var með grímu.
Gengum framhjá þessum hlaðna grjótvegg í dag.
Fórum í smá göngutúr í dag, röltum hring frá bústað og byrjuðum á dálitlu brölti meðfram lækjarfarvegi. Ágæt ganga í mildu veðri og fallegum haustlitum.
Þegar við komum til baka í bústað fann ég ekki símann minn. Hafði hrasað á þúfum a.m.k. tvisvar í göngunni og síminn hafði hrokkið úr úlpuvasanum sem ekki er hægt að loka útaf biluðum rennilás.