Örvitinn

Mýtan um tíu ţúsund skref

Eitt skref
Ţađ er fínt ađ ganga.

Hver hefur ekki heyrt ađ fólk eigi ađ ganga tíu ţúsund skref á dag? Frćgur og vinsćll fjölmiđlamađur orđar ţađ svona á Twitter:

„Auk ţess er nauđsynlegt fyrir mannslíkamann ađ ganga 10K skref á dag. Annars fer meltingin í rugl og fólk fćr brjósklos. Mannslíkaminn er gerđur til ađ labba mjög mikiđ.“

Vandinn er ađ ţetta er ekki rétt; ţađ er ekkert sérstakt viđ töluna tíu ţúsund, hún kom upphaflega frá japönskum framleiđendum skrefateljara.

Hreyfing er góđ og ganga er afskaplega fín hreyfing en ţađ er ekkert sérstakt viđ töluna tíu ţúsund. Ţađ getur jafnvel veriđ áhrifaríkara ganga rösklega í tíu mínútur heldur en ađ ţramma langt og fyrir marga er bara ekki einfalt ađ ná tíu ţúsund skrefum á dag en flestir ćttu ađ geta tekiđ stuttan röskan göngutúr.

Og varđandi meltinguna og brjósklos, ţađ tengist annars vegar matarćđi og hins vegar kyrrsetu, en hefur ekkert međ tíu ţúsund skref ađ gera.

Postulín

Fyrir tuttugu árum létum viđ hjónin séra Braga gefa okkur saman í félagsheimili stjörnunnar í Garđabć. Já, ţađ var prestur. Nei, engin kirkja.

Orđrómur hafđi veriđ um ađ Rolling Stones myndi halda tónleika ţennan dag en sem betur fyrir (fyrir okkur) varđ ekkert úr ţví og gestir mćttu í veisluna.

Tuttugu ár, 240 mánuđir, 1095 vikur, 7670 dagar og viđ erum hér enn saman.

Gyđa og Matti
Á góđri stundu í Stokkhólmi fyrir mánuđi.

Húrra fyrir okkur. Áfram viđ!

Bekkurinn

Ţegar ég tek bekkinn er algjört grundvallaratriđi ađ ţađ sjáist ađeins í vömbina á mér og ađ ţađ sé ţungarokkari ber ađ ofan í bakgrunni ađ öskra almennilega.

Annars nenni ég ekki ađ standa í ţessu.

Bekkpressa
Tók sjö sinnum hundrađ nokkuđ létt en ţorđi ekki í áttundu lyftu, var smeykur um ađ ströggla viđ ţađ fyrir framan alla!

Fimmtán hundruđ dagar

línurit sem sýnir ţyngd
Ţyngdarţróun síđustu fimmhundruđ daga.
Ţá er ég búinn ađ halda matardagbók (og hreyfingar) í 1500 daga. Eins og sjá má á grafinu hefur ţróunin ekki veriđ í rétta átt síđustu 500 daga, ţyngdin mjakast upp á viđ.

Hvađ veldur? Ţađ er ekki flókiđ, ég hef veriđ kćrulaus og borđađ of mikiđ ađ stađaldri. Ţetta snýst nćr eingöngu um matarćđi. Ţegar ég sukka (fer í frí, drekk bjór yfir HM glápi, borđa sćlgćti), ţá ţyngist ég. Ţegar ég passa hvađ ég borđa, sleppi sćlgćti og bjór, ţá léttist ég. Ég skipti um vinnu í september á síđasta ári, sýnist ţađ hafa ţýtt fimm kg upp á viđ! Breytt matarćđi í hádeginu hefur áhrif!

Meira...

Deig í Seljahverfi

Nýjasta viđbótin í Seljahverfi er bakaríiđ Deig sem nýlega opnađi á Seljabraut. Ţau eru farin ađ bjóđa upp á súrdegisbrauđ og ţađ er einfaldlega syndsamlega gott.

Viđ hjónin röltum af stađ í góđa veđrinu!

Ţađ tekur okkur tćpar fimm mínútur ađ rölta 400 metra.

Bakaríiđ Deig
Bakaríiđ er hrátt og hćgt ađ fylgjast međ bökurum viđ vinnu.

Meira...

Eldri fćrslur